top of page
Hér að neðan eru rannsóknir þar sem rannsökuð hafa verið áhrif farsímageislunar á dýr. 

Við hverja rannsókn er krækja sem vísar á upprunarannsókn hjá viðkomandi rannsóknarstofnun sem gerði rannsóknina.  Að auki er hægt að hlaða rannsókninni beint niður af síðunni skyldi krækjunni hafa verið breytt eða hún dottið úr gildi.

Rannsókn sem gefin var út árið 2018 af tímaritinu Scientific Reports og fjallar um gífurlegt misræmi á bylgjutíðni sem myndast frá 4G og nýja 5G kerfið. Bylgjutíðni fyrir 4G netsins er aldrei hærri en 6GHz sem þýðir að þau eru skaðlítil fyrir skordýr. Hins vegar er gífurlegur munur þegar kemur að nýja 5G netinu. Bylgjutíðni sem myndast af 5G getur náð allt að 120 GHz! Samkvæmt vísindamönnum getur líkamshiti skordýra aukist til muna ef bylgjurnar eru meira en 10 GHz. Þetta mun hafa mikla breitingu á hegðun og líðan dýranna.

Rannsókn um áhrif farsímamasturs í nálægð við á kálfa í Sviss.  
Niðurstöður sýndu áhrif á stresshormóns kálfanna sem voru innan við 100 til 199 metra frá farsímamastrinu jókst.

Fjölþjóðleg rannsókn (Bretland, Brasilía) frá 2014.  Hún fjallar um áhrif farsímageislunar á frjósemi músa. Þær verða ófrjóar eftir 5 kynslóðir.

Áhrif rafsegulgeislunar á virkni og uppbyggingu eistna í uppvexti rotta.

Spánski líffræðingurinn Alfonso Belmori gerði rannsókn á körtum sem er sláandi.  Rannsakað var hver áhrif farsímageislunar var á eggjum körtunnar.  Niðurstaðan var sláandi eða slæm samhæfing hreyfingar, mismunandi vöxtur og há dánartíðni (90%).

Hafa samband

Takk fyrir skilaboðin eru móttekin

Samfélagsmiðlar

  • YouTube

© 2020 stoppum5G

bottom of page